AlltSaman
Borgaðu minna fyrir meira!
Það er alltaf rétti tíminn til að græja AlltSaman! Algerlega takmarkalaust net heima og í farsímann, MínusÁtján eins og krakkarnir geta í sig látið og NovaTV á heilar 0 kr.
Græjaðu AlltSaman í einu!
AlltSaman hjá Nova
Hvað er AlltSaman?
Eitt verð fyrir ótakmarkað net heima, í farsímann, snjalltækin og úrið fyrir þig og þína á Íslandi. Borgaðu minna og nýttu sparnaðinn í eitthvað skemmtilegt, eins og allar streymisveiturnar.
Eitt verð fyrir ótakmarkað net heima, í farsímann, snjalltækin og úrið fyrir þig og þína á Íslandi.
Þú velur hvort þú viljir hafa Ljósleiðara eða 4.5G heima. Þú velur Mikið, Meira eða Mest eftir því hversu marga farsíma, snjalltæki og úr þú vilt hafa í AlltSaman og greiðir svo eitt fast verð á mánuði fyrir þetta AlltSaman!
Hjá Nova fá allir að prófa AlltSaman frítt í mánuð, hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu spor á dansgólfi Nova eða ert langtíma dansfélagi. Við gerum ekki upp á milli viðskiptavina eins og sumir.
AlltSaman er því fyrir alla sem vilja einfalda hlutina, borga eitt verð og búa saman undir einu þaki.
Ekki vera risaeðla, losaðu þig við myndlykilinn, borgaðu minna og nýttu síðan sparnaðinn í eitthvað skemmtilegt, eins og allar streymisveiturnar.
Sama hvort þú ert með netið hjá Nova, farsímann eða ert nýr dansari þá einfaldlega smellir þú þér hingað, skráir þig í AlltSaman og byrjar strax að spara!
Hvað er innifalið í AlltSaman og hvað greiði ég sérstaklega fyrir?
Innifalið í AlltSaman er ótakmarkað, net, símtöl og SMS á Íslandi og 15 GB netnotkun innan EES á hverju farsímanúmeri. Einnig er allt innifalið sem þú þarft fyrir heimanetið, aðgangsgjald og leiga á ráter er innifalin. Eitt verð fyrir AlltSaman!
Símtöl til útlanda og símtöl í þjónustunúmer (t.d. upplýsingaveitur, styrktarnúmer eða Eurovision) er greitt fyrir sérstaklega. Slepptu óþarfa eins og að hringja í upplýsingaveitur og símtöl til útlanda, þú getur gert það ókeypis á netinu, það er ótakmarkað!
Greitt er sérstaklega fyrir farsímanotkun á ferðalögum utan Evrópu (EES), gott er að kynna sér verðskrá landsins áður en haldið er af stað og í þeim löndum sem Ferðapakkinn gildir í mælum við með honum!
Greitt er fyrir Ferðapakka og símtöl til útlanda í lok dags á þeim degi sem notkun á sér stað svo þú veist nákvæmlega hvað þú ert að nota. Engir óvæntir reikningar!
Í Stólnum getur greiðandi að AlltSaman opnað á símtöl til útlanda og skráð númer í Hringt til útlanda. Greitt er fyrir notkun vegna símtala til útlanda í lok dags. Hringt til útlanda er greiddur 1. hvers mánaðar og gildir í mánuð. Ef númer er skráð í Hringt til útlanda annan dag en 1. er greiðslan hlutfölluð fyrir þann mánuð.
Í Stólnum á nova.is eða í Nova appinu getur greiðandi AlltSaman leyft eða lokað fyrir aukakostnað í stillingum allra númera sem eru í pakkanum hans.
Hvernig greiði ég fyrir AlltSaman?
Þú skráir þig í AlltSaman með kredit- eða debetkorti, prófar frítt í mánuð og svo einfaldlega borgar þú eitt fast verð á mánuði fyrir AlltSaman. Einn greiðandi er skráður fyrir öllu saman og greiðsla er tekin daginn sem þú skráðir þig í pakkann (svona eins og Netflix, Spotify og Nova TV fattarðu). Þú greiðir svo fyrir AlltSaman á mánaðarfresti. Ef þú skráir þig 10.apríl í AlltSaman greiðir þú næst 10.maí og koll af kolli um ókomna gleðilega tíð.
Til að geta boðið þér allra besta dílinn er einungis hægt að greiða fyrir AlltSaman með greiðslukorti.
Vinnan mín borgar ljósleiðarann get ég samt skráð mig í AlltSaman?
Mörg fyrirtæki greiða símastyrk sem nýtist vel ef þú vilt skrá þig og þína í AlltSaman. AlltSaman er besti díllinn á markaðnum í dag og ef hann hentar þínu fyrirtæki skráið þið einfaldlega símanúmer og heimanet saman í AlltSaman. Greiðandi af netinu verður þá einnig greiðandi af farsímunum, þ.e.a.s. það er einn greiðandi á AlltSaman.
Smelltu þér í Hjálpina og finndu allskonar upplýsingar, leiðbeiningar og tæknital um allt sem við bjóðum upp á.