Dansgólfið

14. jan 2020

Alla heitustu nýjung­arn­ar á CES í Las Vegas!

CES er ein allra stærsta nýsköpunar- og tækniráðstefna heims.

Alla heitustu nýjungarnar á CES í Las Vegas!

CES er ein allra stærsta nýsköpunar- og tækniráðstefna heims og Nova mætti að sjálfsögðu á svæðið!

Hér eru heitustu nýjungarnar árið 2020:

  1. Heilsan er snjallari en nokkru sinni fyrr
  2. Nú eru fartölvunar líka orðnar samanbrjótanlegar
  3. Farsímar fyrir leikjanotkun
  4. Andlitsauðkenning (face recognition) - á öllu!

Allt sem tengist heilsu er nú snjallara en nokkru sinni fyrr. Þú getur skannað streitustig líkamans í gegnum andlitsmyndavél, mælt heilabylgjur og árangur af hugleiðslu ásamt því að versla inn eftir DNA inu þínu.

Einkaþjálfarinn er kominn með röntgen augu og er heima í stofunni, skannar hvernig þú nýtir vöðvana og hvort þú beitir þér rétt ásamt því að mæla árangur erfiðisins.

Vigt heyrir nú sögunni til þar sem baðmottur mæla líkamsþyngd, líkamsstöðu og ástand. Ekki nóg með það heldur getur þú fengið niðurstöðurnar sendar í baðspegilinn þinn!

Eldamennskan er einnig orðin snjöll, þú getur annaðhvort keypt þér vélmenni sem fylgja uppskriftum en ef eldhúsplássið er af skornum skammti gæti einfalda leiðin verið snjallpanna. Snjallpannan er með innbyggðum þyngdar- og hitaskynjurum sem tengist í app. Hægt er að taka upp uppskriftina á meðan þú eldar, fengið leiðbeininga skref fyrir skref og fylgst með næringarupplýsingum í rauntíma

Enginn hópur er skilinn útundan því nú keppast frumkvöðlar um að finna leiðir til að blanda saman raunveruleika og sýndarheim í allskonar leikjum fyrir börn.

Gaming senan fékk stórt og mikið pláss á CES og nú mæðir mikið á gaming phones, eða farsímum sem eru sérstaklega hannaðir með það í huga að geta spilað tölvuleiki í þeim.

Nostalgían leynir sé þó ekki þar sem spilakassar af ýmsum gerðum voru einnig áberandi á ráðstefnunni.

Við erum mjög spennt að velja snjöllustu og sniðugustu hlutina og getum ekki beðið eftir því að dreifa nýja tækniboðskapnum!

Mynd af Karen Ósk Gylfadóttir
Karen Ósk Gylfadóttir
Markaðsstjóri