Dansgólfið

24. apríl 2020

Apple Music er mætt til Íslands!

Apple Music er mætt til Íslands!

Apple Music er mætt til Íslands!

Það hafa borist gleðilegar fréttir úr tækniheiminum en Apple Music er loksins aðgengilegt á Íslandi. Það er frískandi að fá góðar fréttir á tímum sem þessum og að úrval á tónlistarstreymi sé að stækka á Íslandi. Það er hvorki meira né minna en 6 mánaða prufuáskrift í boði, sem að er nægur tími til að skoða sig um og föndra saman fullkomna tón-lista fyrir öll helstu tilefni.

Verðið á Apple Music og Spotify er nánast það sama og það er gífurlegt magn af tónlist í boði. Við viljum auðvitað hlusta á íslenska tónlist og hún er byrjuð að týnast inn á Apple Music, við krossum svo fingur og vonum að allt okkar frábæra tónlistarfólk hrúgist inn á veituna!

Nú er frábær tími til að prófa þessa nýju þjónustu, henda í einn vel valinn tón-lista og smella sér út í göngutúr!

Sækja Apple Music fyrir iOS

Sækja Apple Music fyrir Android

Mynd af Karen Ósk Gylfadóttir
Karen Ósk Gylfadóttir
Markaðsstjóri