Dansgólfið

16. ágúst 2021

Fram­tíð­in er flippuð hjá Samsung!

Samsung hélt á dögunum viðburðinn Galaxy Unpacked sem var pakkaður af spennandi nýjungum enda ekki við öðru að búast frá tæknirisanum.

Helstu fréttirnar voru þær að Samsung kynntu til leiks tvo nýja síma með samanbrjótanlegum skjá sem brjóta svo sannarlega blað í framtíð farsímanna. Samsung Galaxy Z Flip3 og Samsung Galaxy Z Fold3 eru þriðja kynslóð samanbrjótanlegra Samsung síma þar sem Samsung hefur gert ýmsar betrumbætur eins og sterkara efni, stærri skjá og vatnsvörn!

Samsung Galaxy Z Flip3

Samsung-Galaxy-Z-Flip3-1

Flippuð snjallloka

Galaxy Z Flip3 er 5G snjalllokusími sem leggst saman eins og gömlu góðu samlokusímarnir. Þegar síminn er opinn ertu með snjallsíma í fullri stærð, lokaður tekur hann lítið pláss svo þröngir vasar eru ekki lengur vandamál. Flipinn kemur í fjórum litum, svörtum, fjólubláum, dökkgrænum og kremlituðum.

Lítill en samt stór

Galaxy Flip3 kemur með tveimur skjám, framskjá og aðalskjá. Framskjárinn er fjórfalt stærri en á forveranum eða 1.9“ og birtir allt það helsta, tilkynningar, skilaboð og auðvitað símtöl og já þú getur svarað símtalinu með því að opna símann og skellt á með því að loka honum eins og í den! Þegar síminn er opinn er aðalskjárinn 6.7“ sem er jafnstór og skjárinn á Samsung Galaxy S21+. Þú getur því áfram gert allt það sama og þar á milli lagt símann saman og minnkað lengdina um helming.

Þegar síminn er lokaður gæti maður haldið að hann væri hrikalega þykkur en svo er ekki. Lokaður er síminn um 1.7 cm á þykkt sem er einmitt helmingi þynnra en hvítu hringlaga boxin sem sumir eru með í vasanum.

Alveg sjálfur

Rétt staðsetning og góð lýsing getur skipt sköpum fyrir hina fullkomnu sjálfu. Galaxy Z Flip3 hefur endurskilgreint sjálfuleikinn með Flex Mode, svo þú getur haft símann hálfopinn og hann stendur alveg sjálfur akkúrat þar sem þú vilt að hann sé. Þú getur svo skoðað þig á skjánum á meðan þú kemur þér í réttu stellingarnar hvort sem þú notar myndavélina framaná eða aðalmyndavélina og þegar þú ert klár þá barasta veifar þú símanum til að smella mynd eða byrja upptöku ef þú ert að taka vídeó.

Flipinn er ekki bara góður í sjálfum, en aðalmyndavélin skartar tveimur linsum að aftan 12mp víðlinsu og 12mp ofurvíðlinsu. Með þeim nærðu glæsilegum myndum af öllu í kringum þig.

Sterkur og vatnsheldur

Með Gorilla Glass Victus á bakhliðinni og nýrri skjávörn fyrir samanbrjótanlega skjáinn er síminn miklu sterkari en áður. Svo er hann líka vatnsheldur með IPX8 staðal sem þýðir að hann er vatnsvarinn í allt að 1.5 metra í 30 mín. Svo þú getur andað léttar þó við mælum alltaf með að passa sig samt.

Galaxy Z Flip3 er þessi sem hefur allt umfram forverann sinn þar sem gæðin fóru upp og verðið niður og er Flipinn núna ódýrasti snjalllokusíminn á markaðnum!

Nældu þér í Samsung Galaxy Z Flip3 í forsölu hjá Nova og vertu með flippaðasta símann í vinahópnum!

Samsung Galaxy Z Fold3

samsung-galaxy-z-fold3-1

Sími eða spjaldtölva? Bæði betra

Samsung Galaxy Z Fold3 er samanbrjótanlegur 5G snjallsími sem opnast eins og bók og verður að spjaldtölvu. Snjallspjaldsíminn opnar á nýja möguleika í vinnu, glápi og leik þar sem spjaldtölvan hefur aldrei verið aðgengilegri. Þegar síminn er svo nóg þá barasta brýtur maður spjaldtölvuna saman og verði sími! Foldinn kemur í þremur litum, svörtum, silfur og dökkgrænum.

Tvö í einu

Galaxy Z Fold3 kemur með tveimur skjám, símaskjá og spjaldtölvuskjá og ertu því í raun að fá tvö tæki í einu og verðið er alveg sammála því. Símaskjárinn er 6.2“ sem er jafnstór og skjárinn á Samsung Galaxy S21. Þegar Foldinn er opinn ertu svo með 7.6“ ferhyrnda spjaldtölvu sem er helmingi stærri en síminn. Spjaldtölvuskjárinn bíður upp á háa upplausn, hraða og gott hljóð og hentar því frábærlega fyrir tölvuleikjaspilara og glápara.

Báðir skjáirnir tala saman svo það er ekkert mál að svissa á milli þeirra og öll forritin elta.

Falin myndavél

Eins og á Galaxy Z Flip3 er Galaxy Z Fold3 með Flex Mode þar sem snjallspjaldsíminn getur staðið alveg sjálfur annað hvort eins og upprétt hálfopin bók eða sitjandi eins og fartölva svo auðvelt er að nota þá myndavél sem þú vilt, handfrjáls.

Foldinn er með fimm linsur og þrjár af þeim eru á aðalmyndavélinni að aftan, 12mp víðlinsa, 12mp ofurvíðlinsa og 12mp aðdráttarlinsa sem hjálpa manni að fanga allt það fallega sem maður vill smella mynd af bæði í birtu og myrkri. Hinar tvær eru frammyndavélar, önnur á símaskjánum og hin á spjaldtölvuskjánum.

Frammyndavélin á símanum er frábær fyrir sjálfur og auðvitað er hægt að nota veifið eins og á Galaxy Z Flip3 til að smella mynda eða byrja upptöku. Frammyndavélin á spjaldtölvunni hentar vel fyrir myndsímtöl og fjarfundi og er líka fyrsta falda myndavélin hjá Samsung. Falin myndavél er ný tækni sem setur myndavélina undir skjáinn svo hún sést ekki þegar hún er ekki í notkun og því hægt að nýta hverja einustu tommu á skjánum.

Pennavinur

Spjaldtölvuskjárinn á Galaxy Z Fold3 styður Samsung pennann S Pen, fyrstur samanbrjótanlegra síma. Glósarar, teiknarar og aðrir pennavinir gleðjast yfir því þar sem tossalistinn og teikniblokkinn er nú aldrei langt undan. Foldinn nýtist einstaklega vel í skóla og vinnu þar sem hægt er að skipta spjaldtölvuskjánum upp og með Flex Mode getur snjallspjaldsíminn setið á borðinu með fyrirlesturinn á upprétta skjánum og þú glósað eins og atvinnumaður með S pennanum. Við mælum með að kaupa Foldinn í forsölu því þá færðu pennann frítt með!

Sterkur og vatnsheldur

Galaxy Z Fold3 er vel varinn að framan og aftan með sterkara áli en nokkrum sinnum fyrr og Gorilla Glass Victus, en spjaldtölvuskjárinn er brothættari. Foldinn er svo líka vatnsheldur með IPX8 staðal sem þýðir að hann er vatnsvarinn í allt að 1.5 metra í 30 mín, en það er alltaf best að passa sig.

Með tvo stóra skjái er gott batterí nauðsynlegt og Samsung klikkuðu ekki þar og gáfu snjallspjaldsímanum besta batteríið í Samsungbænum en það er hvorki meira né minna en 4400 mAh.

Galaxy Z Fold3 er með hælana þar sem forveri hans er með tærnar. Hann er sterkari, hraðari og ódýrari!

Nældu þér í Samsung Galaxy Z Fold3 í forsölu hjá Nova og fáðu Samsung S-Pen í Flip hulstri og Samsung hleðslukubb í kaupbæti!

Framtíðin er flippuð hjá Samsung!
Mynd af Lísa Rán Arnórsdóttir
Lísa Rán Arnórsdóttir
Verkefnastjóri