Dansgólfið

6. feb 2020

Geðgóð öpp

Verum á staðnum og nýtum snjalltækin til að gera lífið þægilegra, betra og innihaldsríkara. Hér eru nokkur geðgóð öpp sem við mælum með til að ná góðu sím–zeni:

Geðgóð öpp

Geðgóð öpp

Það eru til ótal öpp sem hjálpa okkur við að ná góðu jafnvægi og halda stóru rafhlöðunni í lagi. Fyrir hugleiðslu, hljóðbækur, aukinn fókus eða bara góðan innblástur. Við eigum að nýta okkur snjalltækin til að gera lífið þægilegra, betra og innihaldsríkara. Hér eru nokkur geðgóð öpp sem við mælum með til að ná góðu sím–zeni:

head Headspace

Headspace er hugleiðsluapp þar sem þú getur valið ýmsar leiðir, allt frá því að vinna á stressi eða sækja þér innblástur. Taktu 10 daga áskorun, hugleiddu í 10 mínútur á dag í 10 daga frítt og finndu zenið svífa yfir þig!

calm Calm

Calm er annar valkostur fyrir hugleiðslu. Fjölbreyttar aðferðir til að bæta einbeitingu, meðhöndla streitu og ná zeni. Calm er frítt bæði fyrir iOS og Android.

timer BE Focused – Focus timer

Haltu fókus og láttu ekkert trufla þig! Þú stillir hversu langan tíma þú vilt taka í einbeitingu og hversu langar pásurnar eiga að vera.

audible Audible

Hljóðbókarapp þar sem þú getu hlustað á allar heimsins bækur, eða því sem næst. Þú getur einnig hlustað á alls konar hlaðvörp í gegnum Audible. Svo er líka hægt að hlaða niður bókunum þínum og hlustað ef þú vilt skrá þig út þig út og ná hugarró!

vlinkist Blinkist

Ertu öra týpan sem vilt fá upplýsingar á hnitmiðuðu formi, hratt og örugglega? Þá er Blinkist app fyrir þig! Aragrúi af innblæstri, fróðleik og vinsælum bókum sem þú getur hlustað á eða lesið á korteri!

ted Ted Talk

Sæktu þér innblástur með Ted talk appinu! Þar getur þú hlustað á fyrirlestra um allt milli himins og jarðar, frá áhugaverðu fólki alls staðar að úr heiminum, þú getur vistað fyrirlestrana þína og búið til möppur til að sækja innblásturinn síðar.

Mynd af Karen Ósk Gylfadóttir
Karen Ósk Gylfadóttir
Markaðsstjóri