Dansgólfið

1. jan 2021

Gleði­legt nýtt já!

Gleðilegt nýtt já!

Við ætlum að vera jákvæð í janúar. Jákvæð í samskiptum, á netinu og í eigin persónu. Sýnum virðingu, umhyggju og verum óhrædd við að nota stærsta læk í heimi… hrósið. Við köllum það Jánúar. Horfum á björtu hliðarnar og lækum lífið. Það eru bjartir tímar framundan. Nýtt ár, nýtt já!

Upp með þumlana, hjörtun og knúsin. Ekki spara brosin og hrósin. Leyfið lækunum að flæða og segið takk fyrir allskonar! Þökkum fyrir litlu hlutina eins og viskastykki, skósóla og hummus, þau standa sig vel og fá ekki nógu mikið hrós.

Takk fyrir jólabókina og það er svo æðislegt að geta farið aftur í sund! Það má auðvitað líka vera leiður, pirraður og púkó. Það er bara eðlilegt. En það er æðislegt að láta vetrarsólina skína á fésið og hringja í ömmu. Það er hægt að gera flesta daga betri með því smyrja smá jákvæðni á lífið. Þið eruð öll æðisleg!

Eigðu fanta frábæran jánúar, þetta er einmitt mánuðurinn þinn!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri