Dansgólfið

10. ágúst 2020

Jánægð­ustu viðskipta­vin­irn­ir!

Jánægðustu viðskiptavinirnir!

Viðskiptavinir Nova eru ánægðustu viðskiptavinirnir í farsímaþjónustu, 11 ár í röð samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni. Síðast þegar verðlaunin voru veitt fékk Nova einkunnina 75.1 af 100 mögulegum sem skilaði Nova í 2. sæti í könnuninni þegar horft er til allra fyrirtækja á Íslandi sem könnunin nær til.

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og framkvæmdin er í höndum Zenter rannsókna. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Nánari upplýsingar um Íslensku Ánægjuvogina má finna á stjornvisi.is

Við erum endalaust ánægð, stolt, hrærð og kát en fyrst og fremst þvílíkt þakklát ykkur fyrir að gefa okkur toppeinkunn í Íslensku ánægjuvoginni ár eftir ár. Þið hvetjið okkur til að gera betur á hverjum degi. Ellefufalt húrra fyrir ykkur!

Við bjóðum alla velkomna á Stærsta skemmtistað í heimi og í hóp ánægðustu viðskiptavina á Íslandi! Upplifðu ánægjuna!

Mynd af Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir
Framkvæmdastjóri