Skip to content

Dansgólfið

27. nóv 2018

Kanntu lög að mixa?

Nova elskar tónlist og Nova elskar nýjar vörur og því er full ástæða til að tryllast úr spennu! Við höfum hafið sölu á DJ borði frá Traktor en það er merki sem allir plötusnúðar þekkja og margir af þeim frægustu eru að nota.

6qblqEGibeGk4ES2KuEsgi

Ef þú hefur enga reynslu eða þekkingu í heimi plötusnúða en langar að geta fyllt gólfið í partýinu eða bara blandað tónlist fyrir þín eigin eyru er ekki þörf á að örvænta því Nova og DJ SURA bjóða upp á skemmtilegt DJ námskeið 23. janúar. Námskeiðið er ein kvöldstund og tekur um það bil 2 tíma. Á námskeiðinu fer SURA yfir það helsta sem snýr að því sem gerir góðan DJ að góðum DJ, kennir á Traktor DJ borðið og þá kemur flottur leynigestur á svæðið!

Gjafabréf fyrir einn á DJ námskeiðið fylgir hverju seldu Traktor DJ borði en einnig verður hægt að kaupa gjafabréf í verslunum okkar og í vefverslun á 4.990 kr.

Hvert námskeið er ein kvöldstund og tekur u.þ.b. 2 tíma:

  1. janúar kl 18:00 - 20:00

Fleiri námskeið verða auglýst síðar.

Nældu þér í alvöru Traktor inná vefverslun með því að smella hér eða kíktu til okkar í næstu verslun og láttu plötusnúðadrauminn rætast!