Dansgólfið

24. feb 2022

Kastaðu netinu út í horn!

Er netið mishratt eftir herbergjum eða hæðum á heimilinu? Mörg herbergi en bara einn ráter?

Það er margt sem getur haft áhrif á netið. Steyptir burðarveggir, margar hæðir eða einfaldlega stærð húsnæðisins. Þar kemur kastarinn til kastanna! Kastarinn er lítil og nett græja sem reddar því. Hann sér um að magna upp netmerkið og dreifa því betur á rétta staði.

Kastarinn frá Nova er lausnin sem þú vissir ekki að þú þyrftir! Með Ljósleiðara frá Nova og þessari ótrúlegu græju sem tengist við ráterinn þinn getur þú magnað og framlengt þráðlausa netinu lengra og komist á netið í rýmum sem hafa verið í netmyrkri alltof lengi. Það er því úr sögunni að vera netlaus í bílskúrnum, baðherberginu, eða svefnherberginu.

Það hefur aldrei verið eins gaman að vera með heimanetið hjá Nova!

Mynd af Jón Andri Óskarsson
Jón Andri Óskarsson
Verkefnastjóri