Skip to content

Dansgólfið

27. sept 2018

Lyft­u­kvöld Gulleggs­ins hjá Nova

6DpLI6xREkGUGsm8QMekwQ

Við hjá Nova erum stoltur styrktaraðili Gulleggsins. Föstudaginn 28. September verður Lyftukvöld Gulleggsins haldið í verslun okkar í Lágmúla 9 klukkan 19:00 til 21:00.

Á lyftukvöldinu fá þátttakendur Gulleggsins tækifæri til að stíga á stokk og “pitcha” hugmyndum sínum á 60 sekúndum og munum við hjá Nova veita glæsileg verðlaun fyrir bestu kynninguna.

Viðburðurinn er opinn öllum og verður streymt í beinni á Facebook.

Léttar veitingar verða í boði og það væri gaman að sjá sem flesta mæta!

Hér má sjá allt um viðburðinn á Facebook og skrá sig.

Myndir frá viðburðinum í fyrra má sjá hér.En hvað er Gulleggið?

Gulleggið er frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Gulleggið er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja. Samhliða keppninni er þátttakendum boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. Frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og þjálfunar í samskiptum við fjárfesta.

Þátttaka í Gullegginu er skemmtileg og krefjandi áskorun sem nýtist þátttakendum til framtíðar. Sú reynsla og þekking sem þátttakendur öðlast nýtist vel þegar út í atvinnulífið er komið, hvort heldur sem er hjá nýstofnuðum sprotafyrirtækjum eða stærstu fyrirtækjum landsins.

Screen Shot 2018-09-27 at 14.25.49