Dansgólfið

12. júlí 2022

Nothing Phone (1) afhjúp­að­ur!

Nothing Phone (1) afhjúpaður!

Það má með sanni segja að einfalt sé stundum bara betra! Nothing er að fara allt aðra leið heldur en samkeppnisaðilar á markaðnum.

nothing1

Það fyrsta sem grípur augað er bakhliðin á símanum. Hún er nakin, svo þú sérð inn í símann! Það eru ljós inni í bakhliðinni sem tengjast hringitónum í símanum sem þú getur svo tengt við fólkið í þínu lífi - amma fær sitt eigið diskó! Ljósin hjálpa líka við að sýna hversu mikið battarí er í símanum í hleðslu og hvort myndavélin sé í gangi.

nothing2

Skjáglerið er Gorilla glass 5 og stór hluti af íhlutunum í símanum eru unnir úr endurunnum efnum, áli, plasti o.fl. Það að rammin í símanum sé úr áli gerir símann léttari en margir aðrir símar á markaðnum.

Stýrikerfið í símanum, NothingOS er byggt á AndroidOS, og markmiðið er að skrapa í burtu allan óþarfa, og byggja á sterkum og einföldum grunni. Það léttir á vinnslunni og tryggir afköst.

Nothing er einni með innbyggðan fítus sem tengist Tesla, en þú getur stjórnað aðgerðum í Teslunni þinni með Nothing símanum þínum!

Myndavélin í Nothing Phone er byggð á tveimur 50MP myndavélum með ultrawide. Þetta tryggir skarpar og góðar myndir. Nothing býður upp á 4K vídeóupptöku svo þú getur tekið danssporin í extra skýrum fókus!

Skjárinn er 120HZ og býður upp á yfir milljarð mismunandi lita og er með "flexible OLED".

Örgjörvinn er Snapdragon 778G+ sem býður upp á fullkomið samspil af batterísendingu, stöðugleika og afköstum!

Batteríið mun duga í meira en sólarhring (24 klst+) og er um 4500 mAh. Það tekur um klukkustund að hlaða símann úr 0 upp í 100% og síminn býður að sjálfsögðu upp á þráðlausa hleðslu.

Ef þú vilt fræðast enn betur um græjuna þá getur þú horft á hana í heild sinni á vef Nothing!

Skráðu þig á forskráningarlistann á nova.is og við látum þig vita um leið og græjan lendir!

Mynd af Elsa Jóhannsdóttir
Elsa Jóhannsdóttir
Vörumeistari