Skip to content

Dansgólfið

31. des 2017

Nova mælist nú með mesta hraðann

Nova er það fyrirtæki sem býður hraðasta farsímanetið á Íslandi samkvæmt Speedtest-hraðaprófi fyrirtækisins Ookla.

5GLMKIK6isakO6I6Wc4eeS

Síminn varð efstur í mælingum Ookla á fyrri hluta ársins 2017 en nú hefur Nova tekið fram úr og mælist með hraðasta netið hér á landi. Nova mældist með hraðann 51.61 Mb/s á farsímaneti og 259.76 Mb/s hraða í gegnum ljósleiðara hjá Ookla og hlýtur því viðurkenningu fyrirtækisins fyrir hraðasta netið á þriðja og fjórða ársfjórðungi ársins 2017.

speedtest

Ookla er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að mæla nethraða allra fjarskiptafyrirtækja á markaðnum og miðla þeim upplýsingum til neytenda. Fyrirtækið hefur framkvæmt yfir 10 milljónir mælinga í 55 löndum heims á síðustu þremur árum. Hægt er að skoða niðurstöðurnar fyrir Ísland og fleiri lönd á vef fyrirtækisins.

Mælingar Ookla, sem miðast við tímabilið frá 1. júlí til 31. desember á þessu ári, sýna að farsímakerfi Nova styður meiri nethraða en önnur fjarskiptafyrirtæki á Íslandi. Þá var einnig mældur hraði nettenginga til heimila og kom í ljós að ljósleiðaraþjónusta Nova er hraðasta heimatengingin á Íslandi. Í hraða heimatenginga mældist umtalsverður munur á Nova og þeim fyrirtækjum sem voru í næstu sætum. speedtest2

Almennt hefur netumferð verið að aukast mikið, ekki síst í farsímum, sem kallar á stöðuga uppfærslu fjarskiptakerfa. Stóraukin netnotkun í farsímum snertir Nova sérstaklega, sem stærsta veitanda farsímaþjónustu á Íslandi, en viðskiptavinir fyrirtækisins nota netið meira en viðskiptavinir annarra fjarskiptafyrirtækja. Til marks um það þá fór 63,8% af allri netumferð í farsímum hér á landi í fyrra, um farsímakerfi Nova samkvæmt tölum sem koma fram í skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar.

Þessi niðurstaða hraðamælinga Speedtest frá Ookla er okkur mikið fagnaðarefni. Markmið Nova er að eiga ánægðustu viðskiptavinina og í því felst m.a. að bjóða upp á hraðasta farsímanetið. Við ætlum að halda áfram uppbyggingu farsímakerfis okkar á árinu 2018 til að mæta síaukinni netnotkun viðskiptavina okkar. Nova hóf í fyrra að bjóða ljósleiðaraþjónustu þar sem áhersla er lögð á hraða nettengingu inn á heimili, án þess að viðskiptavinir þurfi líka að greiða fyrir heimasíma og sjónvarpsþjónustu. Þannig höfum við aðgreint okkur frá öðrum á markaðnum. Við lítum svo á að öflug nettenging sé í raun það eina sem nútímaheimilið þurfi í dag til að njóta afþreyingar.

4grobes

Nova hefur lagt áherslu á að vera fyrst til að innleiða ný farsímakerfi hér á landi Nova á og rekur eigið 3G/4G farsímakerfi á landsvísu og hefur verið leiðandi þegar kemur að innleiðingu nýrra kynslóða fjarskiptatækni. Fyrirtækið setti upp fyrsta 3G farsímakerfið hér á landi árið 2006, hóf 4G þjónustu árið 2013 fyrst fyrirtækja og í október á þessu ári hóf félagið uppbyggingu á 4,5G farsímakerfi fyrst allra hér á landi.

Ég vil fyrir hönd starfsfólks Nova óska viðskiptavinum gleðilegs nýs árs, takk fyrir að vera hjá Nova

Liv Bergþórsdóttir, forstjóri.