Dansgólfið

1. okt 2019

Omotrack mælir með!

Hljómsveitin Omotrack kemur fram á áttunda Uppklappi Nova miðvikudaginn 2. október.

Omotrack mælir með!

Hljómsveitin Omotrack kemur fram á áttunda Uppklappi Nova miðvikudaginn 2. október. Omotrack er hljómsveit sem upphaflega samanstendur af tveimur bræðrum, Markús & Birkir. Þeir hafa verið að spila og semja tónlist saman frá unga aldri. Þeir eru uppaldir í Eþíópíu í litlu þorpi sem heitir Omo Rate þar kemur hugmyndin að nafni hljómsveitarinnar.

Við tókum spjallið við þá bræður og þeir gátu heldur betur mælt með og gefið okkur frábærar hugmyndir að góðri tónlist til að hlusta á og sjónvarpsefni til að glápa á!

Omotrack mælir með hljómsveit.

Mr. Jukes með frábært sánd í hversdagsleikann. Árið 2016 hætti hljómsveitin Bombay Bicycle Club og þá hóf Jack Steadman, söngvari hljómsveitarinnar, sólóverkefnið sitt Mr. Jukes. Lögin Magic og Tears eru í miklu uppáhaldi hjá okkur en þar tekur hann Bombay hljóðheiminn í aðeins aðra átt. Hinsvegar, okkur til mikillar gleði, hefur hljómsveitin Bombay Bicycle Club aftur hafið störf.

Omotrack mælir með plötum.

Platan 22, A Million með Bon Iver er meistaraverk. Það er magnað hvað hún er hrá en samt svo mikil heild. Þetta er tónlist sem maður dettur alveg inní og tekur mann eitthvert annað. Að fara á tónleika með Bon Iver er á bucket-listanum okkar!

Að hlusta á plötuna Pólýfónía með Apparat Organ Quartet er eins og að fá vatnsgusu í andlitið. Hún er orkumikil og peppandi. Platan er bráðum 10 ára gömul en er eins og gott vín, verður bara betri og betri. Uppáhalds lögin okkar eru Cargo Frakt og 123 Forever.

Omotrack mælir með þáttum.

The Spy eru nýir þættir á Netflix sem eru mjög áhugaverðir. Fyrir það fyrsta byggja þeir á sannri sögu sem gera þá ennþá meira spennandi. Í öðru lagi er einstaklega áhugavert að sjá Sacha Baron Cohen í alvarlegu hlutverki. Í fyrstu þáttunum sér maður ekkert annað en Borat sjálfan.

Abstract: The Art of Design, eru mjög fróðlegir þættir. Gaman að sjá hvernig þessir flottu hönnuðir og listamenn nálgast hlutina. Ef þig langar til þess að horfa á eitthvað annað en innantóma þætti, þá er Abstract gott búst fyrir listamanninn í sjálfum þér.

Hins vegar, ef þig langar til þess að horfa á eitthvað innantómt, mælum við með Instant Hotel. Ástralskt raunveruleikasjónvarp þar sem fólk breytir heimilum sínum í hótel. Það er ótrúlegt hvernig hægt er að troða ávanabindandi drama inní frekar þurrt efni. Þetta eru lúmskt skemmtilegir þættir ef maður vill gleyma stressinu í smá stund.

Nova <3 tónlist og við mælum sko sérstaklega með því að þú farir í Frítt stöff í Nova appinu og nælir þér í ókeypis miða á Uppklapp #8 og hlustir á Omotrack með okkur!

Fyrir nánari upplýsingar getur þú skoðað viðburðinn hér.

Mynd af Stefanía Gunnarsdóttir
Stefanía Gunnarsdóttir
Viðburðastjóri