Dansgólfið

13. des 2021

Pakkar fyrir græjuóða!

Pakkar fyrir græjuóða!

Við elskum græjur og vonum að þú gerir það líka! Græjur geta auðveldað og einfaldað lífið og eru frábærar vörur í jólapakkann. Hvaða græja kemur upp úr þínum pakka?

Apple Watch 6 LTE

Vertu með farsímann á úlnliðnum! Svaraðu símtölum, sendu og taktu á móti skilaboðum, fylgstu með heilsunni og tilkynningum, hlustaðu á tónlist og stilltu vekjaraklukkuna. Úrlausn frá Nova gerir þér kleift að hafa allan heiminn aðgengilegan í Apple Watch úrinu þínu.

jolablogg_applewatch_2021

Galaxy Buds 2

Buds 2 eru þráðlaus heyrnartól sem veita hágæða hljóm með ANC hljóðeinangrun, PowerShare hleðslutækni og allt að 21 klst rafhlöðuendingu með öskjunni. Hugsum vel um heilsuna og skellum okkur í göngutúr í snjónum með gott hlaðvarp í eyrunum.

jolablogg_galaxybuds_2021

Apple TV 4K 2021

Litli svarti kassinn hefur fengið uppfærslu. Apple TV 2021 er með A12 örgjörva sem þýðir betri myndgæði og meiri hraði fyrir þig. Frábær ný fjarstýring sem fékk jóladressið snemma! NovaTV uppfyllir allar þínar glápþarfir, og ef þú vilt meira þá er Netflix, Amazon Prime, Disney+ og margt, margt fleira í boði.

jolablogg_appletv_2021

Galaxy Watch 4 LTE

Nýjasta kynslóðin af Samsung Galaxy snjallúrunum er mætt í sínu fínasta pússi með nýju útliti. Úrið mælir hjartslátt og svefn, svo þú getur mætt áhyggjulaus í jólaboðin með allan góða jólamatinn.

jolablogg_galaxywatch_2021

Mynd af Elsa Jóhannsdóttir
Elsa Jóhannsdóttir
Vörumeistari