Dansgólfið

11. júní 2021

Pössum upp á upplýs­ing­arn­ar!

Netþrjótar eru komnir á kreik en nú er í gangi scam sem lýsir sér þannig að farsíminn hringir sjálfkrafa í tengiliði í símaskránni.

Símtölin koma að erlendis frá og ekki í gegnum okkar kerfi. Við höfum heyrt að þetta sé að gerast hjá aðilum bæði á Íslandi og á norðurlöndunum.

Í stillingum í farsímanum þínum getur þú stýrt því hvaða öpp hafa aðgang að tengiliðaupplýsingum og við mælum með því að fara yfir það.

  • Í tækjum sem nota iOS ferðu í Settings –> Privacy -> Contacts og þar geturðu stillt hvaða öpp hafa aðgang að upplýsingum.
  • Í tækjum sem nota Android stýrikerfið ferðu í Settings -> Apps & notifications og þar getur þú séð hvaða upplýsingar appið hefur aðgang að.

Ef þú ert að fá símtöl á nóttunni er hægt að setja tækið á Do Not Disturb til að tryggja góðan nætursvefn. Við fylgjumst vel með framvindu mála og gerum allt sem við getum til að vera á varðbergi gagnvart netþrjótum.

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri