Dansgólfið

6. feb 2020

Snúslús

Vertu á staðnum

Notaðu netið. Nýttu þér snjalltækin. Þau eiga að einfalda lífið, en áttu ekki að taka það yfir. Finndu þitt jafnvægi, taktu skjáhvíld við og við og upplifðu fullkomið sím–zen.

Sefur síminn uppí?

Til hamingju með nýja símann þinn. Svefn er mikilvægur fyrir heilsuna og við mælum með að þú venjir snjalltækin strax á að sofa ekki uppí. Það fylgir vekjaraklukka með öllum seldum farsímum hjá Nova sem hjálpar þér við uppeldið.

Snjallar stillingar

Eins og það er gaman að skoða skjáinn þá er skjábirtan ekki sú besta þegar kemur að hágæða svefni. Bláa skjábirtan ruglar í svefnhormónum sem undirbúa okkur undir það að sofa eins og Þyrnirós. En það eru til snjallar stillingar í símanum sem fjarlægja bláu birtuna.

  • iPhone Þú ferð í Settings og svo í Display & Brightness. Þar getur þú stillt á Night Shift og ráðið því klukkan hvað bláa birtan hverfur úr símanum.
  • Android Þú smellir þér inn í Settings og svo í Display. Þar sérðu valmöguleikann Night Light eða Blue Light. Þú smellir á það og bláa birtan er á bak og burt!

Embedded content: https://vimeo.com/342270785

Tölvugleraugu

Ef þú vilt fara aðra leið til að losa þig við bláu birtuna þá eigum við til frábær TS Tölvugleraugu frá Xiaomi sem verja augun fyrir bláu ljósunum sem koma frá tölvu- og sjónvarpsskjáum. Tölvugleraugun minnka þreytu í augum og höfuðverk sem getur myndast við mikla skjánotkun. Gleraugun loka fyrir 35% af bláu ljósunum og 99% af UV ljósum.

Ekki tókst að sækja vöru með "ts-tolvugleraugu" sem ID
Mynd af Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi Harðarson
Innkaupastjóri Nova