Dansgólfið

22. maí 2020

Startup SuperNova

Nova elskar nýsköpun og við erum komin í súpergott samstarf við Icelandic Startups. Það eru snjallar hugmyndir út um allt og nú er tækifæri til þess að koma hugmyndunum af skissublaðinu og út í alheiminn, skapa ný tækifæri og ný störf!

Er þín hugmynd næsta sprengistjarna?

10 sprotafyrirtæki verða valin til þátttöku og það er ekki skilyrði að fyrirtækin séu nýstofnuð til að vera með. Hvert þeirra hlýtur einna milljón króna styrk, fær vinnuaðstöðu, fræðslu, þjálfun og ráðgjöf frá reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum. Allt þetta á 10 vikna tímabili!

Tilgangurinn með Startup SuperNova er að koma hugmynd frá því að vera skissa á blaði yfir í að verða vara á markaði. Þátttakendur fá fræðslu og þjálfun við að þróa viðskiptahugmyndina sína og aðgang að hópi leiðandi sérfræðinga sem að gefa góð ráð og styðja við þátttakendur, þar á meðal eru reyndir frumkvöðlar og fjárfestar, sem þau hitta á skipulögðum mentorfundum.

Reglulegir viðburðir verða í boði og það verða frábær tækifæri til að koma sér á framfæri og efla tengslanetið. Hraðlinum lýkur með fjárfestadegi þar sem þátttakendur kynna lausnir sínar fyrir fjárfestum, lykilaðilum í íslensku atvinnulífi og öðrum gestum. Algjör frumkvöðla veisla!

Startup Supernova tímalína

Það eru meiri upplýsingar á heimasíðu Startup SuperNova og við mælum með að allir með súpergóðar hugmyndir nýti þetta frábæra tækifæri og skrái sig!

Mynd af Karen Ósk Gylfadóttir
Karen Ósk Gylfadóttir
Markaðsstjóri