Skip to content

Dansgólfið

22. okt 2018

Topp 10 teymi Gulleggs­ins!

1gFFQJQLPSSmA0WOM80a6U

Frumkvöðlakeppnin Gulleggið á vegum Icelandic Startups er nú á lokametrunum . Keppninni bárust yfir hundrað og þrjátíu umsóknir í ár og úr þeim voru gerðar tæplega fjörutíu viðskiptaáætlanir. Eftir að fjölmennur rýnihópur fagaðila las yfir áætlanirnar og gaf einkunn, standa tíu stigahæstu teymin nú eftir. Þetta eru:

9am Iceland 9amIceland er að þróa hugbúnaðarlausn sem mun hjálpa fólki á leið um landið að nálgast samþættar upplýsingar um norðurljós, veður, færð og áhugaverða staði með því að birta gögn frá viðurkenndum stofnunum á einföldu, sérsníðanlegu og gagnvirku korti.

Álfur

Álfur Beer Álfur bruggar bjór úr kartöfluskræli og afskorningum sem verða til afgangs í framleiðslu kartöfluvara og fara annars til spillis. Úr verður léttur og auðdrekkanlegur bjór úr úrvals íslensku hráefni sem minnkar sóun matvæla.

BFSUBL

Byggingasamvinnufélag SUBL Markmiðið er að fá reiti sem liggja miðsvæðis og vel við almenningssamgöngum á höfuðborgar-svæðinu og byggja þar þétta, lágvaxna og vistvæna byggð þar sem aðrir samgöngumátar en bíllinn hafa forgang.

ekkibanka

Ekki banka: trygginga og lánagátt Ekki banka hjálpar neytendum að leita bestu kjara á lána- og tryggingamarkaði.

EiriumGisli-Olafsson-Microsoft-Haiti-earthquake

Eirium Eirium þróar dreifðan hugbúnað sem eykur gegnsæi, traust og nýtni í því fjármagni sem lagt er til hjálparstarfs, neyðar- og þróunaraðstoðar um allan heim.

FlowVr

Flowvr Flowvr býður uppá áhrifaríka hugleiðslu í alltumlykjandi sýndarveruleika.

greiði

Greiði Greiði er app og markaður fyrir öll möguleg verk sem finnast í samfélagi okkar. Þar geta verkkaupar auðveldlega leitað að fjölbreyttri þjónustu, fundið verktaka í málið, borið saman verð og pantað þjónustu á skilvirkan máta. Vantar þig einhvern til að slá grasið þitt? Passa hundinn í fríinu? Laga pípulagnirnar? Frönskukennslu? Aðstoð við að flytja? Greiðinn getur hjálpað þér við þetta og margt annað.

Koride group shot

Koride Koride er samfélagsvefur sem tengir saman ferðamenn og auðveldar þeim að kynnast, skipuleggja ferðir saman og deila kostnaði af þeim

Tapp

TAPP TAPP er hugbúnaður hannaður fyrir kvikmyndagerðarfólk og aðra verktaka. TAPP mun halda utan um verkefni, unna tíma og útlagðan kostnað og rukka fyrir þá vinnu með útsendingu reikninga og innheimtu í gegnum kerfið. Fyrirtæki geta einnig nýtt sér TAPP til að fylgjast með tímaskráningu starfsmanna sinna í rauntíma og borið þá saman við fjárhagsáætlun hvers verkefnis fyrir sig.

värk

VÄRK Vara sem gerir fólki kleift að endurvinna kaffikorg til þess að rækta ostrusveppi heima hjá sér.

Þessi teymi munu kynna hugmyndirnar sínar frammi fyrir dómnefnd á lokadegi Gulleggsins 3. nóvember næstkomandi. Síðar þann dag kemur í ljós hvaða hugmynd hlýtur Gulleggið í ár og eina milljón króna í verðlaun.

Þátttakendur Gulleggsins hafa í haust setið vinnusmiðjur og tekið þátt í ýmsum viðburðum með það að markmiði að þróa markvissar og raunhæfar áætlanir úr hugmyndum sínum. Keppnin er nú haldin í tólfta sinn við frábæran orðstír og hefur alið af sér fjöldan allan af sprotafyrirtækjum og eru mörg þeirra orðin að stórum fyrirtækjum. Sem dæmi um fyrri þátttakendur má nefna Meniga, Karolina Fund, Clara, eTactica, Controlant, Nude Magazine, Róró Lulla doll, Pink Iceland, Videntifier og Cooori.