Skip to content

Dansgólfið

16. nóv 2018

Ulla­barasta!

5SwFjHiJOM0084UKaiuiWi

Okkur hjá Nova þykir afskaplega vænt um tungumálið og viljum leika okkur með það á skemmtistaðnum okkar. Við lifum í veröld endalausra tækninýjunga og því þarf stanslaust að finna skemmtileg orð yfir ólíklegustu hluti. Allir Nova unnendur ættu að kannast við Stólinn, Dansgólfið og Dótabúðina og seinna Afréttarann, Svo er það allt dótið okkar. Fyrst voru það pungar og hnetur — og seinna hafa bæst við letihaugar, snjallsnúrur, tólaskjól, laganemar og jafnvel skógkassar. Það er gaman að nýta tungumálið á skemmtilegan hátt. Það þarf alls ekki að vera neitt uppskrúfað eða slettufrítt, svo lengi sem við höldum því lifandi! Gleðilegan tungudag!