Dansgólfið

14. mars 2022

Upp með úrið og niður með skjáinn!

Við lifum í samfélagi þar sem hraðinn er orðinn ógnvænlegur, allar upplýsingar koma til okkar á augabragði og tilkynningarnar hrúgast inn hver á fætur annarri. Það má varla leggja símann frá sér og hann er farinn að pípa aftur, og fyrr en varir erum við búin að læka fjórar myndir á Instagram, skoða fréttir og kaupa nýtt skópar.

Nú segjum við stopp, við erum farin að þróa með okkur aðskilnaðarkvíða við tækin okkar. Hefur þú ekki lent í því að þreifa í vasanum og smá öráfall þegar þú heldur að síminn sé ekki á sínum stað? Eða jafnvel fundist síminn vera að titra, kíkja á hann og það er ekki nein ný tilkynning?

Þetta eru áhrifin sem skjáfíknin hefur á okkur og við viljum gera okkar til að draga úr þessum áhrifum og styðja fólk við að upplifa skjáfrían lífstíl í meiri mæli.

Með snjallúri og Úrlausn hjá Nova getur þú skilið símann eftir heima, fundið innri frið og gefið taugunum frí, en samt verið tengdur við umheiminn og fengið mikilvægu símtölin og skilaboðin, beint í úrið.

Það þarf nefnilega stundum að vera hægt að bjalla í mömmu og segja henni frá deginum.

Í gegnum úrið.

Mynd af Elsa Jóhannsdóttir
Elsa Jóhannsdóttir
Vörumeistari