Dansgólfið

20. feb 2019

Vertu með allt upp á S10!

Forsalan á Samsung Galaxy S10 og S10+ er hafin hér!

Vertu með allt uppá S10 með nýjasta símanum frá Samsung. Tryggðu þér nýjustu reikistjörnuna frá Samsung í forsölu og nældu þér í glæsileg Galaxy Buds heyrnartól í kaupbæti.
Forseld tæki eru afhend 8. mars í Lágmúla 9

exVUuIPurIBxmwg3Zm3jA

Samsung Galaxy er með magnaðan Super AMOLED skjá sem stillir sig sjálfkrafa eftir birtuskilyrðum þannig þú sérð alltaf vel á hann. Selfie myndavélin tekur lítið pláss og það eru engir takkar framan á símanum þannig skjárinn þekur nær alla framhliðina á símanum. Með stærri skjá er oft erfitt að handleika og stjórna símanum en Samsung hefur leyst það snilldarlega með nýju viðmóti sem einfaldar notendum að stjórna símanum óháð handastærð.

Samsung Galaxy S10 skartar þremur myndavélum að aftan sem gera þér kleift að taka myndir og myndbönd í ótrúlegum gæðum. Linsunar þrjár vinna vel saman og taka víðari, betri og skarpari myndir í öllum skilyrðum. Með nýju HDR10+ tækninni getur þú einnig tekið upp stöðugri videó með mun betri litagæðum.

Öryggi og persónuvernd hafa alltaf verið forgangsatriði hjá Samsung en einnig vilja þeir einfalda og auðvelda leið fyrir notandann að aflæsa tækinu. Samsung S10 er með fingrafaraskanna inn í skjánum sem nota sónartækni til að lesa fingrafarið þitt sem gerir þér kleift að opna símann sama hversu subbulegur eða blautur fingurinn þinn er.

Þrátt fyrir að síminn sé bæði léttari og þynnri heldur en forveri sinn þá er hann bæði með kröftugri og endingarbetri rafhlöðu. Hluta af því er að þakka nýrri tækni sem lærir á það hvernig þú notar tækið þitt og slekkur á því sem þú ert ekki að nota sem skilar sér í mun betri rafhlöðuendingu og farsælla lífi.

Er makinn alltaf rafmagnslaus? Samsung Galaxy S10 og S10+ eru með innbyggða þráðlausa hleðslu sem getur hlaðið öll tæki sem það styðja. Skiptir engu máli hvort sem það er sími, snjallúr eða heyrnartól. Virkar meira að segja þegar þú ert að tala í símann þannig þú færð aldrei frið.

Galaxy Bud frá Samsung eru frábær þráðlaus bluetooth heyrnartól frá Samsung sem virkar í öllum aðstæðum. Þökk sé nýrri hljóðhagræðingatækni og tveimur míkrafónum skilar Galaxy Bud frá sér frábæru hljóði bæði inn og út. Rafhlöðuendingin er virkilega góð og hægt er að hlaða heyrnartólin þráðlaust.

Mynd af Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi Harðarson
Innkaupastjóri Nova
Samsung Galaxy S10
Samsung
Galaxy S10
S10
S10+