Dansgólfið

4. júní 2019

Vilt þú fara til Kína?

Nova og Huawei bjóða tveimur nemendum til Kína í starfskynningu hjá Huawei. Verkefnið ber heitið ,,Telecom seeds for the future“ og hefur það markmið að kynna nemum starfstækifæri í fjarskiptageiranum. Hlutverk þeirra sem fá tækifæri til að fara til Kína er einnig að miðla af reynslu sinni og þekkingu að ferð lokinni í samvinnu við Nova.

Námsferðin

Tveggja vikna starfskynning í Kína, 16. ágúst — 31. ágúst nk., þar sem tveir íslenskir háskólanemar slást í för með fleiri erlendum háskólanemum.

  • Starfskynning hjá Huawei í Kína

  • Þátttakendur dvelja fyrri vikuna í Beijing og seinni í Shenzen

  • Viku tungumála- og menningarfræðsla um Mandarine

  • Huawei þjálfun í fjarskiptatækni

  • Starfsþjálfun í höfuðstöðvum Huawei í Shenzen

  • Flug, gisting og matur innifalið

Nemendur á öðru ári eða lengra komnir í verkfræði eða tölvunarfræði geta sótt um.

Til að sækja um þarf að skila inn ferilskrá með námsárangri ásamt kynningarbréfi (hámark ein blaðsíða) sem rökstuðning um af hverju þú ættir að verða fyrir valinu. Rökstuðningurinn þarf að sýna fram á áhuga á Kína, fjarskiptatækni og af hverju þú værir kjörin/-n fulltrúi til að taka þátt í verkefninu.

Dómnefnd mun fara yfir innsendar umsóknir og velja tvo nemendur.

Umsóknarfrestur er til 20. júní og val á fulltrúum verða kynnt viku síðar.

Sendu umsókn þína á namsferd2019@nova.is

Embedded content: https://vimeo.com/274735588/08a35a22a2