Farsímaþjónusta
Núll hjá Nova
Frítt SMS og frítt að hringja!
Núll hjá Nova er þjónustuleið í áskrift sem breytir öllu fyrir þá sem vilja bara tala í símann eins og þeir vilja, en fara aldrei á netið í símanum! Þú sendir SMS og hringir í alla heima- og farsíma á Íslandi án þess að borga krónu.

Almennt
Hvað þarf ég að borga til að fá svona „frítt“?
Þú borgar ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut, til að fá þessa þjónustu. Frítt er einfaldlega frítt. Sem er nýtt.
Hmm… en kostar ekki að fá símkort?
Neibb. Ekki ef þú ert bara að flytja gamla, góða númerið þitt. Ef þú hins vegar vilt splunkunýtt númer þá kostar það eitthvað smá.
Get ég sem sagt notað mitt númer?
Já! Það er óþarfi að skipta um númer. Þú bara kemur yfir, frítt. Það tekur bara 5 mínútur að lækka reikninginn.
En hey! Get ég kosið í Júróvisjón?
Já! Það kostar að greiða atkvæði, rétt eins og að hringja í sérstök þjónustunúmer, en þú getur auðvitað alltaf hringt í einhvern á 0 kr. og beðið viðkomandi um að kjósa fyrir þig. Enga vitleysu samt.
Hvað með útlönd?
Þú getur blaðrað eins mikið og lengi og þú vilt, hvort sem þú hringir eða sendir SMS innanlands eða þegar þú ferðast innan EES. Sem er slatti af löndum.
En að hringja til útlanda?
Eins og að kjósa í Júróvisjón þá borgar þú fyrir að hringja til útlanda. Ef þú hringir mikið til útlanda þá mælum við með Hringt til útlanda.
Hvað með Facebook og allt það, kemst ég þangað?
Núll hjá Nova er fyrir þá sem vilja bara tala. Ef þú þarft net, þá eigum við nóg af því til sölu.
Gott og vel, en hvað fær Nova út úr þessu?
Ánægðustu viðskiptavinir á Íslandi verða enn ánægðari. Svo væri auðvitað ekkert verra ef þú keyptir smá gagnamagn með.
Þannig að þetta er í alvöru ókeypis?
Já, algerlega. Þú getur bara talað og talað og talað og talað. Hvers vegna heldur þú að fólk sé svona ánægt hjá Nova?
Er Núll hjá Nova ekki frábært í staðinn fyrir heimasíma?
Jú, algerlega. Ekki borga fyrir óþarfa og hættu með heimasímann. Núll hjá Nova er einnig frábært fyrir aukasíma eins og t.d. fyrir göngufólk sem vill hafa síma með endingargóðu batteríi.