10x Gígahraði hjá Nova!
Ekki vera með netið í handbremsu!
Nova býður upp á alveg nýja upplifun í Ljósleiðaraþjónustu. Við skrúfum hraðann í botn og hækkum nethraðann á Ljósleiðara úr 1 Gb/s í alveg blússandi 10 Gb/s! Hvað eru mörg Gíg í því? Þetta býður upp á ótrúlega mikið af möguleikum fyrir kröfuharða viðskiptavini! Þetta er ekki flókið, bara þægilegra og hraðara netráp fyrir öll á heimilinu!
Vertu á 10x Gígahraða!
Þarf ég svona mikinn hraða?
Ef þú ert kröfuharður notandi og þarft að geta sent frá þér og tekið á móti stórum gagnaskrám á stuttum tíma er 10x Gígahraði hjá Nova algjörlega málið. Þetta eru heimavinnandi mynd- eða hljóðvinnslufólk, rekstraraðilar tækniumhverfa eða jafnvel kröfuharðir tölvuleikjaspilarar. Láttu netið ekki hægja á þér og gefðu allt í botn!
Hvaða hraði er í boði og hvar?
Það er 10 Gb/s nethraði í boði á Ljósleiðara hjá Nova. Alvöru Gígahraði! Þú þarft bara að finna rétta netbúnaðinn og eignast hann alveg einn og þá getum við græjað tenginguna! Fylltu út formið hér að neðan og við heyrum í þér!