10x Gígahraði hjá Nova!
Ekki vera með netið í handbremsu!
Nova býður upp á alveg nýja upplifun í Ljósleiðaraþjónustu. Við skrúfum hraðann í botn og hækkum nethraðann á Ljósleiðara úr 1 Gb/s í alveg blússandi 10 Gb/s! Hvað eru mörg Gíg í því? Þetta býður upp á ótrúlega mikið af möguleikum fyrir kröfuharða viðskiptavini! Þetta er ekki flókið, bara þægilegra og hraðara netráp fyrir öll á heimilinu!
Vertu á 10x Gígahraða!
Gígahraði!
Hvaða hraði er í boði og hvar?
Frá og með 1.október 2023 verður 10 Gb/s nethraði í boði á Ljósleiðara hjá Nova. Alvöru Gígahraði!
Þarf ég að skipta um netbúnað?
Já, ef þú vilt komast á svona Gígahraða þá eru nokkrar tegundir af ráterum í boði sem koma þér á blússandi hraðferð. Þú þarft bara að passa að ráterinn sem þú velur þér styðji pottþétt þann hraða sem þú vilt fá. Það þarf líka að skipta um innanhúslagnir frá ráter í aðgangspunkta og helstu græjur sem eiga að fullnýta hraðann, þar sem núverandi búnaður styður mest 1 Gb/s.
Við erum heldur betur með ráter fyrir þig, en þú getur líka notað þinn eigin ráter ef hann styður svona mikinn hraða. Þessar græjur kosta aðeins meira heldur en þessi venjulegi heimilisráter, því hann kemur þér líka miklu, miklu hraðar!
WiFi 7 sem er væntanlegt á næstu mánuðum mun svo bjóða upp á enn meiri hraða!
Fæ ég raunverulega svona mikinn hraða?
Þetta snýst allt um græjurnar! Nýr og uppfærður endabúnaður, fjarlægð á græjum frá ráter, þráðlaust net, fjöldi tækja sem eru á netinu þínu og fleira hefur áhrif á hraðann sem þú færð til þín. Raunverulegur hraði í græjurnar þínar verður mjög líklega ekki alveg svona hraður. En það er enginn vafi á að tengingin muni skila margföldum hraða til þín!
Þarf ég meiri hraða en 1Gb/s?
Heyrðu, það fer eftir ýmsu, en aðallega hvort þú þurfir að geta sent frá þér eða tekið á móti stórum gagnaskrám á ofurhraða. Þetta á t.d. við fyrir þau sem vinna heima og eru í vinnslu stórra skráa eins og mynd- eða hljóðvinnslu, verkfræðinga og arkítekta teikningar, kröfuharða tölvuleikjaspilara, lífstílsleiðtoga, rekstaraðila tækniumhverfa, o.fl. 10x Gígahraði kemur einnig í veg fyrir að margir samtímanotendur hægi á netinu.
Hvað er innifalið í uppsetningu?
Okkar samstarfsaðilar mæta í heimsókn til þín og græja allt klabbið. Það þarf að skipta um ljósleiðarabox og ráter, ásamt því að endurnýja innanhúslagnir sem eiga að styðja 10 Gb/s. Heimsókninni lýkur með að heimilið er hraðamælt og þú færð fanta góð ráð um þráðlaust net. Svo eru aðgangspunktar settir upp og öll helstu tæki tengd inn á netið.