Bless 3G, halló framtíð!
Íslensku símafélögin kveðja 3G kerfið
Nú er komið að því að slökkt verður á síðustu 3G sendunum til að gera pláss fyrir framtíðina. Þau símtæki sem reiða sig á 3G farsímakerfið munu missa samband og ekki geta framkvæmt símtöl þegar slökkt verður á síðustu sendunum. Þau símtæki munu ekki heldur geta hringt neyðarsímtöl (í 112) þegar slökkt verður á 3G. Það er því brýnt öryggisatriði að eigendur þeirra tækja bregðist við og uppfæri símtækið sitt.

Kannaðu málið
Sláðu inn upplýsingar til að kanna hvort tækið þitt styður VoLTE
Er ég með tæki sem virkar?
3G er á útleið
Hvað nákvæmlega er að fara að gerast?
Afhverju er 3G á útleið?
3G kerfið er á útleið þar sem tæknin er orðin úrelt og nær ekki lengur að mæta þörfum nútímans. Með því að slökkva á 3G gerum við rými fyrir hraðara og öruggara 4G og 5G, sem tryggja miklu betra samband og betri þjónustu fyrir öll!
Öll fjarskiptafélög taka þátt!
Öll fjarskiptafélögin á Íslandi vinna nú í samvinnu við Fjarskiptastofu að því að slökkva á 2G og 3G kerfunum á Íslandi. Sú vinna er í takt við þróunina á heimvísu, þar sem miðað er að því að fara út úrelta tækni og byggja í staðinn eitthvað nýtt og spennandi!
Þarf ég að gera eitthvað?
Við hvetjum öll með þjónustu hjá Nova að fara vel yfir stillingar í græjunum sínum og þeim tækjum sem nota 2G og 3G net. Dæmi um lausnir sem þarf að athuga sérstaklega eru krakkaúr, öryggiskerfi og veghlið sem styðja ekki við 4G VoLTE.