Bless 2G og 3G, halló framtíð!

Segjum halló við framtíðina!

Við viljum alltaf vera fyrst inn í framtíðina og bjóða viðskiptavinum okkar að vera með. Á næstu mánuðum munum við byrja á því að slökkva á eldri kerfum (2G/3G) víðsvegar um landið til að gera pláss fyrir framtíðina. Ekki örvænta, því í staðinn kemur 4G sem er betri kostur í símtölum og netnotkun. Langflestir símar nýta 4G (VoLTE) fyrir símtöl en þú þarft að kanna hvort þín græja styðji það og kveikt sé á þeirri stillingu.

En hvað er það sem er að breytast?

Skrunaðu

Bless 2G og 3G!

Hvað nákvæmlega er að fara að gerast?

Slökkt á 2G og 3G

Þú þarft ekki að örvænta því 4G sér um að símtölin skili sér! Við erum byrjuð að slökkva á ákveðnum svæðum í skrefum. Áætlað er að slökkva alfarið á 2G fyrir lok árs 2024 og 3G í lok árs 2025.

Öll fjar­skipta­fé­lög taka þátt!

Þegar við slökkvum á 2G og 3G þá erum við að fylgja þróun á heimsvísu sem miðar að því að fasa út úrelta tækni og halda áfram að byggja ofan á eitthvað nýtt og spennandi! Öll fjarskiptafélög á Íslandi taka þátt í þessu verkefni!

Þarf ég að gera eitt­hvað?

Við hvetjum öll með þjónustu hjá Nova að fara vel yfir stillingar í græjunum sínum og þeim tækjum sem nota 2G og 3G net. Dæmi um lausnir sem þarf að athuga sérstaklega eru krakkaúr, öryggiskerfi og veghlið sem styðja ekki við 4G VoLTE.

Græjudíll FyrirÞig!

Til að auðvelda þér þessa breytingu bjóðum við hentug 4G VoLTE tæki á algjörum súperdíl fyrir þig tímabundið. Hér finnur þú bæði einfaldan spjallsíma og klassískan snjallsíma!

Græjudíll FyrirÞig!

Þjónustusvæði Nova

Farsíma- og netkerfi Nova nær til yfir 98% landsmanna og Nova býður farsímaþjónustu í yfir 216 löndum í samstarfi við erlend símafélög. Við munum halda áfram að stækka og þétta 4G og 5G kerfin okkar til að ná að þjónusta sem flesta viðskiptavini áfram á sem allra bestan hátt!

Þjónustusvæði Nova

Nova, VoLTE og útlönd

Mörg fjarskiptafélög erlendis hafa hafið þessa vinnu fyrir nokkru síðan og eru byrjuð að fasa út 2G og 3G tæknina og bjóða því að eingöngu upp á 4G og 5G fjarskipti og símtöl í gegnum VoLTE á ákveðnum svæðum. Þegar fólk fer erlendis þá gæti það því lent í vandræðum, því þessi þróun er að gerast á heimsvísu.

Nova, VoLTE og útlönd