Bless 2G og 3G, halló framtíð!
Segjum halló við framtíðina!
Við viljum alltaf vera fyrst inn í framtíðina og bjóða viðskiptavinum okkar að vera með. Á næstu mánuðum munum við byrja á því að slökkva á eldri kerfum (2G/3G) víðsvegar um landið til að gera pláss fyrir framtíðina. Ekki örvænta, því í staðinn kemur 4G sem er betri kostur í símtölum og netnotkun. Langflestir símar nýta 4G (VoLTE) fyrir símtöl en þú þarft að kanna hvort þín græja styðji það og kveikt sé á þeirri stillingu.
En hvað er það sem er að breytast?
Bless 3G, halló ofurhraði!
Hvenær slekkur Nova á 2G og 3G?
Staða málsins er nú sú að þegar hefur verið slökkt á hluta 2G og 3G þjónustu fjarskiptafélaganna á landinu.
3G: Öll félög eru að draga úr þjónustu og munu loka í árslok 2025.
2G: Nova – Lokar á 2G í árslok 2024
Nánari upplýsingar má finna á vef Fjarskiptastofu.
Ef ég á bara takkasíma - hvað þarf ég að gera?
Flestir nýir takkasímar styðja VoLTE, en ef þú ert í vafa getum við aðstoðað þig við að komast að því. Annars eigum við síma sem styðja VoLTE í öllum stærðum og gerðum. Þú finnur ábyggilega einhvern sem passar fullkomlega við þig í vefverslun!
Ég er með græjur eins og myndavélar og skynjara sem nota 2G og 3G - hvað á ég að gera?
Við mælum með því að þú leitir til þess þjónustuaðila sem þú fékkst búnaðinn hjá og leitir að nýrri lausn sem styður 4G - þá færðu líka miiiiklu betri græju!
Hvernig kveiki ég á VoLTE?
Það er einfalt mál! Þú bara smellir þér í Hjálpina og græjar dæmið.
Ef ég á snjallsíma - er hann ekki sjálfkrafa með VoLTE?
Stutta svarið er nei. Opið er á VoLTE fyrir öll tæki sjálfkrafa í kerfum Nova, en framleiðendur snjallasímanna hafa verið misduglegir að opna á VoLTE þjónustuna í tækjunum sínum. Langflestir framleiðendur eru með þjónustuna innbyggða í tækin, en hafa dregið lappirnar í að virkja tæknina með hugbúnaðaruppfærslum.
Þumalputtareglan er sú að allir snjallsímar frá Apple eftir iPhone 7 og Samsung snjallsímar eftir Galaxy S7(2016) eru með VoLTE möguleika.
Pixel símar (Pixel 5A og nýrri) frá Google fengu VoLTE uppfærslu í júní 2024.
Xiaomi eru að keyra út VoLTE uppfærslur á nýrri tæki.
Við mælum með að fylgjast vel með og passa að sækja nýjar hugbúnaðaruppfærslur í símtækin þegar þær bjóðast.