Bless 3G, halló framtíð!
Íslensku símafélögin kveðja 3G kerfið
Nú er komið að því að slökkt verður á síðustu 3G sendunum til að gera pláss fyrir framtíðina. Þau símtæki sem reiða sig á 3G farsímakerfið munu missa samband og ekki geta framkvæmt símtöl þegar slökkt verður á síðustu sendunum. Þau símtæki munu ekki heldur geta hringt neyðarsímtöl (í 112) þegar slökkt verður á 3G. Það er því brýnt öryggisatriði að eigendur þeirra tækja bregðist við og uppfæri símtækið sitt.

Bless 3G, halló ofurhraði!
Hvernig veit ég hvort mitt tæki verður fyrir áhrifum?
Til þess að vita hvort þitt tæki verði fyrir áhrifum af 3g útfösuninni getur þú farið inn á Bless 3g síðuna og slegið inn símanúmerið þitt, undir Er ég með tæki sem virkar?, til að kanna hvort tækið þitt styður VoLTE. Þú getur einnig skoðað listan hér að neðan yfir þau tæki sem verða fyrir áhrifum af 3g útfösuninni
Hér að neðan er listi yfir tæki sem munu verða fyrir áhrifum á 3g útfösuninni
Listi síðast uppfærður 12. janúar 2026*
8849
Tank Serie
- Tank 2
Advan
Vandroid Series
- S5J
Apple
iPhone Series
- iPhone 4
- iPhone 4S
- iPhone 5
- iPhone 5c
- iPhone 5s
- iPhone 6
- iPhone 6 Plus
- iPhone 6s
- iPhone 6s Plus
- iPhone SE (1st generation)
ASUS
ROG Phone
- ROG Phone
- ROG Phone 3 (Strix)
- ROG Phone 5
- ROG Phone 5s
- ROG Phone 6
- ROG Phone 6D
- ROG Phone 7
- ROG Phone 7 Ultimate
Zenfone
- Zenfone 3
- Zenfone 5 Lite
- Zenfone 6 (2019)
- Zenfone 8
- Zenfone 9
- Zenfone 10
- Zenfone 11 Ultra
Zenfone Max
- Max (M2)
- Max Pro (M1)
Coolpad
- 8360
Doro
Feature & Senior
- 1855
- 1880 / 1881
- 2820 / 2821
- 4100H
- 530X
- 580
- 5860 / 5861
- 621 / 622
- 624
- 6520 / 6521
- 6530 / 6531
- 6820 / 6821
- 7000H / 7001H
- 7030 / 7031
- 730X / 731X
- 780X / 781X
- 8040
- Leva L30 / L31
- Leva X10
Nexus
- Nexus 5X
- Nexus 6
Pixel
- Pixel
- Pixel 2 / 2 XL
- Pixel 3 / 3 XL
- Pixel 3a / 3a XL
- Pixel 4 / 4 XL
- Pixel 4a / 4a 5G
- Pixel 5
- Pixel 5a
- Pixel 6a
- Pixel 6 Pro
HTC
Desire Series
- Desire 12s
- Desire 21 Pro 5G
- Desire 22 Pro
- Desire 626G Plus
U Series
- U Ultra
- U12+
Huawei / Honor
Honor
- Honor 4X
- Honor 5C
- Honor 7X
- Honor 8 / 8X
- Honor 9 / 9 Lite
- Honor 9X Lite
- Honor 10
- Honor 20
- Honor V20
Mate Series
- Mate 10 / 10 Lite
- Mate 20 / 20 Lite / 20 Pro
- Mate 30
- Mate 50 / 50 Pro / 50 E
- Mate 60 Pro
- Mate X3
Nova Series
- Nova
- Nova 3e / 3i
- Nova 4e
- Nova 5T
- Nova 7i
- Nova 8i
- Nova 9 / 9 SE
- Nova 10 / 10 Pro / 10 SE
- Nova 11 / 11i
- Nova 12i / 12s
- Nova 13
- Nova Y70 / Y71
P Series
- P8 Lite / P8 Lite (2017)
- P9 / P9 Lite / P9 Mini
- P10 / P10 Plus
- P20 / P20 Lite / P20 Pro
- P30 / P30 Lite / P30 Pro
- P40 Lite
- P60 Art / P60 Pro
- P Smart / P Smart+ / P Smart Z
- P Smart 2019 / 2020 / 2021
Y Series
- Y3 II
- Y5 / Y5 II / Y5 2019
- Y6 (2017, 2018, 2019)
- Y6 II / Y6p
- Y6 Prime / Y6 Prime 2018
- Y7 / Y7 2019 / Y7 Prime 2018 / Y7a
- Y9 / Y9 2019 / Y9 Prime 2019 / Y9a / Y9s
Önnur Huawei tæki
- Ascend Y635
- G9 Lite
- Enjoy 7A
- Enjoy 60
- MediaPad M3
- MediaPad T5
- Pocket 3
LG
G Series
- G2
- G3
- G4 / G4c
- G6
- G7
- G8 / G8s / G8X
K Series
- K4
- K8 / K8s
- K9
- K10 / K10 (2017)
- K11
- K20
- K22
- K40
- K41s
- K42
- K50s
- K51s
- K52
- K61
V Series
- V30
- V40 ThinQ
- V50 ThinQ
- V60 ThinQ 5G
Önnur LG tæki
- Q6
- Spirit 4G
- X Screen
- X Power 2
- Velvet
- Wing
Microsoft
Lumia Series
- Lumia 550
- Lumia 640 LTE
- Lumia 950
Nokia
- 2720
- 3310 / 3310 3G
- 800
- 8100 4G
- 8110 4G
- C2-01
- G11
OnePlus
- OnePlus 2
- OnePlus 3 / 3T
- OnePlus 5 / 5T
- OnePlus 6 / 6T
- OnePlus 7 / 7T / 7T Pro
Samsung Galaxy
A Series
- A3 (2016, 2017)
- A5 (2016, 2017)
- A6 / A6+
- A7 (2018)
- A8 (2018)
- A9
- A10
- A12
- A20e
- A20s
- A30s
- A50
J Series
- J1 Ace
- J3
- J4+
- J5
- J6 / J6+
- J7
- J8
S Series
- S2
- S3
- S4
- S5
- S6 / S6 Edge / S6 Edge+
- S7 / S7 Edge
- S8 / S8+
- S9 / S9+
- S10
Note Series
- Note 3
- Note 4
- Note 8
- Note 9
- Note 10
M Series
- M10
- M21
- M30s
Tablets & Rugged
- Tab A
- Tab Active 2
- Tab S5e
- Tab S6 Lite
- Tab S7
- XCover 2 / 3 / 4
Sony Ericsson
- P910a
Ulefone
Armor Series
- Armor 3
- Armor 6
- Armor 7
- Armor 8 Pro
- Armor 9
- Armor 10 5G
- Armor 11 5G
- Armor 12s
- Armor 15
- Armor 30 Pro
Armor X Series
- X5
- X5 Pro
- X8
- X10
Power / Note / Spjaldtölvur
- Power 3
- Power Armor 14 Pro
- Power Armor 16s
- Note 12P
- Note 13P
- Note 14
- Note 16 Pro
- Tab A11 Pro
- Armor Pad 4 Ultra
Hvenær slekkur Nova á 3G?
Staða málsins er nú sú að þegar hefur verið slökkt 2G og hluta 3G þjónustu Nova.
2G: Nova – Lokaði á 2G í janúar 2025.
3G: Öll félög eru að draga úr þjónustu og munu loka á næstunni. Nova hefur þegar slökkt á 3G utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness og hyggst loka síðustu 3G-sendum á fyrri hluta 2026
Nánari upplýsingar má finna á vef Fjarskiptastofu.
Ef ég á bara takkasíma - hvað þarf ég að gera?
Flestir nýir takkasímar styðja VoLTE, en ef þú ert í vafa getum við aðstoðað þig við að komast að því. Annars eigum við síma sem styðja VoLTE í öllum stærðum og gerðum. Þú finnur ábyggilega einhvern sem passar fullkomlega við þig í vefverslun en þar erum við með súperdíla á tækjum FyrirÞig!
Ég er með græjur eins og myndavélar og skynjara sem nota 2G og 3G - hvað á ég að gera?
Við mælum með því að þú leitir til þess þjónustuaðila sem þú fékkst búnaðinn hjá og leitir að nýrri lausn sem styður 4G - þá færðu líka miiiiklu betri græju!
Ef ég á snjallsíma - er hann ekki sjálfkrafa með VoLTE?
Stutta svarið er nei. Opið er á VoLTE fyrir öll tæki sjálfkrafa í kerfum Nova, en framleiðendur snjallasímanna hafa verið misduglegir að opna á VoLTE þjónustuna í tækjunum sínum. Langflestir framleiðendur eru með þjónustuna innbyggða í tækin, en hafa dregið lappirnar í að virkja tæknina með hugbúnaðaruppfærslum.
Þumalputtareglan er sú að allir snjallsímar frá Apple eftir iPhone 7 og Samsung snjallsímar eftir Galaxy S7(2016) eru með VoLTE möguleika.
Pixel símar (Pixel 5A og nýrri) frá Google fengu VoLTE uppfærslu í júní 2024.
Xiaomi eru að keyra út VoLTE uppfærslur á nýrri tæki.
Við mælum með að fylgjast vel með og passa að sækja nýjar hugbúnaðaruppfærslur í símtækin þegar þær bjóðast.
Hvað er þetta VoLTE?
VoLTE stendur fyrir Voice over LTE og er símtalsþjónusta sem notar 4G LTE netið til að framkvæma símtöl. Þetta skilar sér í hraðari tengingu símtala og skýrari hljómgæðum en áður þekktist með hefðbundnum 2G/3G símtölum.
VoLTE gerir notendum kleift að hringja símtöl yfir 4G netið í stað þess að síminn skipti yfir í 3G eða 2G net við símtal. Þetta þýðir betri upplifun þar sem símtöl tengjast hraðar og hljómgæði eru mun betri.