Dansgólfið

7. des 2020

Glaðn­ing­ar fyrir heimakæra!

Glaðningar fyrir heimakæra!

Við erum öll orðnir meistarar í að njóta lífsins heima, en það er alltaf hægt að gera gott betra! Það eru til allskonar heimakærar græjur hjá Nova - en hér eru nokkrar sem setja huggulegheitin upp á næsta stig!

Apple TV 4K

Apple TV 4K 32GB

Gefðu einhverjum gleðilegra gláp um jólin! Litli svarti kassinn sem töfrar fram allt það sem þú vilt horfa á. Þú ert dagskrárstjórinn með aðgangi að nýjum bíómyndum, sjónvarpsþáttum, íþróttum, allskonar öppum og leikjum. Nú er hægt að losa sig við gamla myndlykilinn því Nova TV hefur að geyma allar opnu íslensku stöðvarnar á einum stað á 0 kr. Með Apple TV 4K streymirðu í betri myndgæðum en áður á Netflix, Amazon Prime, Disney+ og iTunes.

Bose QC II 35

Bose QC II 35

Þessi eru tilvalin fyrir alla heimakæra, hvort sem það er að ná fókus í fjarvinnunni eða til að eiga notalega stund uppí sófa með uppáhalds hlaðvarpið og nokkrar smákökur.

Bose Quiet Comfort 35 II bjóða upp á einstök hljómgæði án truflunar umhverfishljóða (Noise cancelling). Nýja útgáfan kemur með Google Assistant með raddstýringu. Rafhlaðan endist að allt að 20 klst og einungis 2 klst að fullhlaða heyrnartólin. 15 mín hraðhleðsla gefur 2,5 klst spilun. Bose Connect appið auðveldar svo tengingu við önnur tæki. Þú munt einfaldlega elska Bose QC 35 II!

Apple iPad (8th gen) Wifi

Apple iPad (8th gen) Wifi

Áttunda kynslóð af vinsælustu spjaldtölvu heims. Glæsileg græja fyrir þá elska að hafa það huggulegt eða þá sem eru á ferð og flugi og vilja geta haft allskonar afþreyingu í hendinni!

Xiaomi Mi Android TV

Xiaomi Mi Android TV

Þessi græja er tilvalin fyrir þá sem eru Android megin í lífinu. Lítill svartur kassi sem er frábær í því að töfra fram allskonar bíómyndir, þætti og leiki! Mi Box er einstaklega auðvelt í uppsetningu, þú einfaldlega stingur því í samband við rafmagn og tengir það við sjónvarpið.

Mynd af Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi Harðarson
Innkaupastjóri Nova