Dansgólfið

9. des 2021

Veglegt í pakkann hjá Nova!

Veglegt í pakkann hjá Nova!

Okkur hjá Nova finnst rosalega gaman að spjalla saman og heyra hvort í öðru, og enn skemmtilegra að þeysast með ógnarhraða um internetið á 5G. Það er því frábært að þessi áhugamál sameinist í tækjum sem eru veglegar jólagjafir fyrir hvern sem er, því hjá okkur finnur þú eitthvað Novalegt í pakkann!

iPhone 13

Nýr og endurbættur iPhone 13 er búinn að fá yfirhalningu og ný spariföt með A15 örgjörvanum sem býður upp á enn meiri hraða. Betra batterí, bjartari litir! Ultra Wide myndavélin hefur fengið uppfærslu, glænýtt Cinematic Mode og 5G stuðning til að þú þjótir örugglega á hraðasta netinu og getir sent myndir af jólagjöfunum á vinina um leið og pakkarnir eru opnaðir.

iphone13 jólablogg 2021

Roborock S7

Ofursnjöll græja sem getur bæði ryksugað og moppað gólfin hjá þér! Þú þarft ekki lengur að beygja þig og bogra til að ryksuga smákökumylsnuna eftir krakkana, því Roborock S7 gerir þetta allt fyrir þig. Græjan kemur með tímastillingu og hægt að stýra henni með snjallforriti í símanum!

roborocks7 jólablogg 2021

Samsung S21

Frábær 5G sími frá Samsung sem kemur með ótrúlegum skjá sem skilar kristaltærri mynd og björtum litum. Skjárinn er 120hz sem þýðir það að allt sem þú gerir í símanum, hvort sem þú ert að horfa á myndbönd, vafra um á netinu eða spila tölvuleiki, gengur snurðulaust fyrir sig með frábærri upplifun. Love Actually verður eins og ný mynd! Auk þess fylgir Samsung Galaxy Tab A7 Lite með í pakkanum - létt, þunn og handhæg spjaldtölva sem er frábær viðbót!

galaxys21_jólablogg_2021

AirPods Max

AirPods Max þráðlausu heyrnartólin eru þarfaþing í alla jólapakka. Með virku hljóðeinangruninni geturðu notið hágæða hljóms án þess að umhverfið trufli þig og ef þú vilt hleypa umhverfinu í gegn þá geturðu ýtt á einn takka! Hönnunin sér til þess að heyrnartólin sitji þægilega á höfðinu, og útlitið er einstakt.

airpodsmax_jólablogg_2021

Samsung A52s

Virkilega flottur 5G sími úr A-línunni frá Samsung með fjórum frábærum myndavélum til að taka jólamyndirnar af fjölskyldunni í ár ásamt stórri og endingargóðri rafhlöðu sem gerir þér kleift að fara áhyggjulaus út í daginn. Þessi gerir allt sem snjallsími þarf að gera!

galaxya52s_jolablogg_2021

Mynd af Elsa Jóhannsdóttir
Elsa Jóhannsdóttir
Vörumeistari