nav-trigger
navigateupTil baka

Hvað er á dagskrá hjá þér í kvöld?

Merkt: Dansgólfið

„Á netinu er hægt að horfa á fjölbreytt myndefni með ólíkum leiðum.“

Raggi

Raggi

Markaðsfulltrúi

Með Apple TV ert þú dagskrárstjórinn. Apple TV veitir þér aðgang að nýjum bíómyndum, sjónvarpsþáttum o.fl. Þú getur einnig streymt efni, t.d. tónlist og leikjum, úr iPhone, iPad eða iPod touch beint í sjónvarpið.

Við mælum með efnisveitum á borð við Netflix sem er gríðarlega vinsæl sjónvarpsþjónusta enda velja sífellt fleiri að horfa á sjónvarpið á netinu. Þú byrjar á því að skrá þig í þjónustuna á netflix.is. Fyrsti mánuðurinn er frír svo það er um að gera að skrá sig. 

Hægt er að horfa á Netflix í Apple TV og mörgum snjallsjónvörpum eins og Samsung Smart TV. Einnig er hægt að hlaða niður Netflix appinu og njóta í spjaldtölvum og farsímum en appið er í boði fyrir AndroidiPhone og Windows síma.

Google er með Google Play Movies en þar er hægt að leigja eða kaupa kvikmyndir yfir netið og greiða fyrir með íslensku kreditkorti. Við mælum með að þú kynnir þér úrvalið á Google Play Movies.

Með RÚV appinu fyrir Apple TV 4 er hægt að horfa á sjónvarpsdagskrána í beinni á báðum sjónvarpsrásum RÚV og ná í efni úr Sarpinum án þess að vera með annan myndlykil en Apple TV.

 

Allt sjónvarpsefni er á leiðinni á netið og línuleg dagskrá mun brátt heyra sögunni til og hver og einn verður sinn eigin dagskrárstjóri, hvað er á dagskrá hjá þér í kvöld?