nav-trigger
navigateupTil baka

Uppfært RÚV app fyrir Apple TV

27. desember 2016
Merkt: Dansgólfið

„Nú er komið uppfært RÚV app fyrir Apple TV 4 sem inniheldur Sarpinn.“

Raggi

Raggi

Markaðsfulltrúi

Nú er komið uppfært RÚV app fyrir Apple TV 4 sem inniheldur Sarpinn. Þetta er uppfærsla sem margir hafa beðið eftir enda er nú hægt að horfa á sjónvarpsdagskrána í beinni á báðum sjónvarpsrásum RÚV og ná í efni úr Sarpinum án þess að vera með annan myndlykil en Apple TV.

Einnig er komið útvarps app frá RÚV. Útvarps appið spilar allar útvarpsrásir RÚV, í beinni útsendingu yfir netið. Birtar eru upplýsingar um dagskrárliði og á Rás 2 er einnig birt hvaða lag er verið að spila. Í sarpinum er hægt að spila eldri þætti og seríur. Hægt er að flakka á milli rása eða fara í önnur öpp en halda áfram að hlusta á útvarpið.

Hægt er að finna forritin í App Store fyrir tvOS með því að leita að "Utvarp", "Sjonvarp" eða nota slóðirnar Útvarp í App StoreSjónvarp í App Store. Ef þú hefur náð í RÚV appið áður þá þarftu að eyða því og sækja nýja appið.

Ath. notendur þurfa að vera með 4. kynslóð af Apple TV, vegna þess að fyrri kynslóðir koma ekki með App Store.