nav-trigger
navigateupTil baka

Takklæti

02. febrúar 2017
Merkt: Dansgólfið, Nova, Þjónusta

„Við erum stolt, glöð, ánægð, himinlifandi og kát en fyrst og fremst þakklát viðskiptavinum okkar fyrir frábæra einkunn í Íslensku ánægjuvoginni.“

Liv Bergþórsdóttir

Liv Bergþórsdóttir

Forstjóri

Við erum stolt, glöð, ánægð, himinlifandi og kát en fyrst og fremst þakklát viðskiptavinum okkar fyrir frábæra einkunn í Íslensku ánægjuvoginni. 

Viðskiptavinir Nova eru ánægðustu viðskiptavinirnir í farsímaþjónustu, áttunda árið í röð.

Við fengum einkunnina 72,1 af 100 mögulegum. Þá var Nova jafnframt næst hæst allra fyrirtækja á Íslandi og var ekki marktækur munur á Atlantsolíu, sem var með hæstu einkunnina á heildina litið.

Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Gallup standa sameiginlega að með það að markmiði að útvega fyrirtækjum samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina. 

Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og því er þessi viðurkenning okkur sérlega ánægjuleg og hvatning til að standa okkur og gera enn betur.

Takk fyrir okkur!

við hjá Nova þökkum fyrir okkur