nav-trigger
navigateupTil baka

Milljarður Rís 17. febrúar!

15. febrúar 2017
Merkt: Dansgólfið

„Hin árlega dansbylting UN Women verður haldin í fimmta skipti 17. febrúar.“

Arnar Már Eyfells

Arnar Már Eyfells

Verkefnastjóri

Hin árlega dansbylting UN Women verður haldin í fimmta skipti 17. febrúar næstkomandi í Hörpu á vegum UN Women á Íslandi og í samstarfi við Sónar Reykjavík og Nova.

Ofbeldi gegn konum er vandamál um allan heim – tökum afstöðu gegn ofbeldinu, mætum og dönsum! Í ár heiðrum við minningu Birnu Brjánsdóttur.

Líkt og undanfarin ár heldur DJ Margeir dansgólfinu trylltu og lofum við ógleymanlegri upplifun.

Við hvetjum fólk til þess að nota almenningssamgöngur til að koma í Hörpu en einnig verður hægt að leggja frítt í bílakjallara Hörpu á meðan fjörið stendur yfir.

Látum jörðina hristast með samtakamættinum!